Markmið

INNOENT á Íslandi hvetur ungt fólk til að koma eigin hugviti í framkvæmd með það að markmiði að efla sjálfbært skapandi samfélag.

INNOENT gefur einstaklingum tækifæri til að þroska sjálfstæði og að sjá hlutina frá nýju sjónarhorni. Unnið er að samþættingu þeirra þátta sem þarf til að einstaklingurinn blómstri og setji mark sitt á samfélagið. Að baki hverjum snillingi stendur fjölskylda, eflandi menntun og kröftugt atvinnulíf.

 

Starfið

Aðalstarfsemi okkar er í kringum Uppfinningaskólann. Við bjóðum upp á Uppfinningaskólann á skólatíma í nokkrum skólum og svo einnig sem sjálfstæðan skóla í frístundum.

Við höfum einnig á boðstólum námskeið fyrir kennara og aðra þá sem hafa áhuga á nýsköpunar- og frumkvöðlamennt.

Í vetur höfum hugsað okkur að bjóða upp á nýbreytni að vera með námskeið fyrir foreldra og börn, þar sem kynslóðirnar vinna að eigin hugviti saman.

 

Námskeið

INNOENT á Íslandi heldur námskeið í samvinnu við ýmsa aðila víðsvegar um landið. Haldin eru námskeið sem sniðin eru að þörfum mismunandi hópa og aðstæðna.

 

Námskeið á döfinni

Aðferðir

Allir hafa að geyma hæfileikann til að takast á við veruleikann á eigin hátt. INNOENT hefur nýtt sér  áratuga rannsóknir og reynslu í vinnu með ungu hugvitsfólki og frumkvöðlum við að þróa viðeigandi leiðir og stuðning við ungt fólk og kennara. Í boði er fjölbreytt efni sem nýtir alla mögulegar aðferðir allt frá einföldum spilum og leikjum, til veflægrar snjalltækavinnu allar viðkomandi.

INNOENT á Íslandi býður bæði upp á stuðning við kennara og skóla sem vilja taka upp nýsköpunar- og frumkvöðlamennt og líka upp á Uppfinningaskólann sem rekinn er utan skólatíma fyrir áhugasamt hugvitsfólk.

 

Tæknifrjálst

Hugvit er ekki bundið við tækniframfarir, hugvitið býr í einstaklingunum.  Bestu lausnirnar eru oftast þær einföldustu.

Rannsóknir okkar benda til þess að tæknilaust umhverfi og menntun sé mikilvægur hluti af því að ná að virkja eigið hugvit. Stór hluti af INNOENT er unnin án nokkurrar rafrænnar tækni, bara spjall og fikt.

Smá tækni

Þó tölvutæknin sé frábær er alveg ómissandi að komast í snertingu við hluti inn á milli. Skapa tenginu frá huga til handa og jafnvel skora hefðbundin gildi á hólm.

Með því markmiði höfum við hannað ýmis skemmtileg spil.

INNOENT Spil

Nýtum tæknina

Allir geta fengið aðgang að sinni eigin INNOENT vinnustofu, þar sem þeir geta nýtt sér nýjustu snjalltæknina við að þróa eigin hugmyndir.  Notum
alla möguleika sem snjalltæknin býður upp á, síma, spjaldtölvur, og tölvur í öllum regnbogans litum.

Sækja Android app

Framkvæmd

Umhverfi okkar í dag er manngert. Skapað, hannað, framleitt, notað, notið og fleygt af okkur sjálfum. Allt sem viðkemur mannlegri tilvist er okkar ábyrgð og val. Ef við skoðum vel í kringum okkur, má strax finna margt sem gera má betur. Við getum beðið, lengi, eftir því að einhver geri eitthvað í málunum, stígi fram og lagi það sem afvega hefur farið.

INNOENT leiðin er ekki bið, heldur að láta skapandi aðgerð fylgja skapandi hugsun.  Við verðum að takast á við vandamálin sem eldri kynslóðir arfleiddu okkur af, og vera viss um að við skilum jörðinni í betri ásigkomulagi til komandi kynslóða en við fengum hana í hendur.

Sköpum okkar eigin REDDINGAR (life hacks) okkur og öðrum til hagræðingar og hagsbóta.

Í myndum

Námskeiðin okkar eru litrík og skemmtileg.
Sjáðu bara…

Myndir

Afrakstur

Hugmyndir og uppfinningar unga fólksins er það sem INNOENT snýst um.

Uppfinningar

Rósa Gunnarsdóttir

Stofnandi

Ph.D. í menntunarfræðum

Eggert Jóhannesson

Tæknimál

Einar Þ. Samúelsson

Grafíker

Þórdís Sævarsdóttir

Skólastjóri Uppfinningaskólans