Markmið

INNOENT á Íslandi hvetur ungt fólk til að koma eigin hugviti í framkvæmd með það að markmiði að efla sjálfbært skapandi samfélag.

INNOENT gefur einstaklingum tækifæri til að þroska sjálfstæði og að sjá hlutina frá nýju sjónarhorni. Unnið er að samþættingu þeirra þátta sem þarf til að einstaklingurinn blómstri og setji mark sitt á samfélagið. Að baki hverjum snillingi stendur fjölskylda, eflandi menntun og kröftugt atvinnulíf.