Starfið

Aðalstarfsemi okkar er í kringum Uppfinningaskólann. Við bjóðum upp á Uppfinningaskólann á skólatíma í nokkrum skólum og svo einnig sem sjálfstæðan skóla í frístundum.

Við höfum einnig á boðstólum námskeið fyrir kennara og aðra þá sem hafa áhuga á nýsköpunar- og frumkvöðlamennt.

Í vetur höfum hugsað okkur að bjóða upp á nýbreytni að vera með námskeið fyrir foreldra og börn, þar sem kynslóðirnar vinna að eigin hugviti saman.