Framkvæmd

Umhverfi okkar í dag er manngert. Skapað, hannað, framleitt, notað, notið og fleygt af okkur sjálfum. Allt sem viðkemur mannlegri tilvist er okkar ábyrgð og val. Ef við skoðum vel í kringum okkur, má strax finna margt sem gera má betur. Við getum beðið, lengi, eftir því að einhver geri eitthvað í málunum, stígi fram og lagi það sem afvega hefur farið.

INNOENT leiðin er ekki bið, heldur að láta skapandi aðgerð fylgja skapandi hugsun.  Við verðum að takast á við vandamálin sem eldri kynslóðir arfleiddu okkur af, og vera viss um að við skilum jörðinni í betri ásigkomulagi til komandi kynslóða en við fengum hana í hendur.

Sköpum okkar eigin REDDINGAR (life hacks) okkur og öðrum til hagræðingar og hagsbóta.