Lásar og lyklar

Þessi leikur tekur á níu skilgreindum huglásum sem hefta okkur í að nýta sköpunargáfuna okkar sem skyldi. Lyklarnir að huglásunum eru einfaldir, við þurfum fyrst að gera okkur grein fyrir að lásarnir geta verið til staðar, og þá getum við auðveldlega tekið á þeim.

Eins og með öll INNOENT spilin gengur leikurinn fyrst og fremst um það að nota ný hugtök og aðstæður í leik og skemmtun, sem aðstoðar okkur svo við að takast á við vandann í raunveruleikanum líka.

Auðvitað skemmir ekki fyrir að skemmta sér smá við þessa æfingu líka.

 

Til baka