Skráning sumarnámskeið

Símanúmer hjá skólastjóra Uppfinningaskólans, Þórdísi er: 864-2348

Aldur:
Allur aldur er velkominn til okkar en dagskrá námskeiðsins miðast einna helst við börn á aldrinum 5 – 12 ára. Ef við á verður börnum skipt í hópa eftir aldri.

Dagsetningar:
18.-21. júní – 4 dagar
24.-28. júní – 5 dagar
1.-5. júlí – 5 dagar
8.-12. júlí – 5 dagar
15.-19. júlí – 5 dagar
22.–26. júlí – 5 dagar
6.–9. ágúst – 4 dagar

Tími:
Boðið er upp á námskeið frá 9-12 eða frá kl.12:30-15:30. Einnig er í boði að vera allan daginn eða frá 9 15:30. Möguleikar eru á gæslu frá kl. 8-9 á morgnanna og frá kl. 15:30-16:30 seinnipart.

Verð:
5 daga námskeið kostar hálfan dag kr. 16.900
4 daga námskeið kostar hálfan dag kr. 13.500

5 daga námskeið kostar heilan dag kr. 25.900
4 daga námskeið kostar heilan dag kr. 19.900

Veittur er 10% systkinaafsláttur. Einnig er veittur 5% afsláttur ef sótt eru fleiri en eitt námskeið.

Ath. Systkinaafsláttur reiknast ekki sjálfkrafa. Hafið samband á skraning@innoent.is til að virkja hann.

Markmið:
Markmið sumarnámskeiða Uppfinningaskólans er að virkja börn í sínu eigin hugviti. Innoent á Íslandi stuðlar að heildstæðri nálgun á uppbyggingu skapandi samfélaga, þar sem allir þátttakendur er hvattir til að nýta skapandi hugsun og aðgerðir til skapa eigin framtíð.

Starfið fellst í að takast á við mismunandi svið mannlegrar tilvistar með það að markmiðið að hver og einn fái að þroskast í bestu mögulegu útgáfu af sjálfum sér.

Á sumarnámskeiðunum er lögð áhersla á fjölbreytta leiki í bland við skapandi vinnu, sem efla hreyfiþroska barna s.s. samhæfingu, samskipti, liðleika og jafnvægi. Forgangsatriði námskeiðanna eru að þau séu skemmtileg, að börn njóti sín, fái að kynnast nýsköpun og frumkvöðlastarfi og þroska eigið hugvit.

Námskeiðslýsing:
Námskeiðin fylgja hugmyndafræði eflandi kennslufræða. Börnin vinna að eigin hugviti undir mismunandi þemum í hverri viku. Lögð er áhersla á að kynna börnum nýsköpun og frumkvöðlamennt í gegnum skapandi starf og leiki og einnig á góð og eflandi samskipti. Nærumhverfið og útivera verður nýtt bæði til að afla upplýsinga og hugmynda sem þau vinna áfram í líkön og jafnvel frumgerðir.

Þátttakendur koma með nesti að eigin vali og minnum við á góða hressingu í kaffitímum auk staðgóðs hádegisnestis. Námskeiðunum lýkur síðan með pylsuveislu, afhendingu á viðurkenningarskjali og foreldrasýningu.

Hér fyrir neðan má sjá þema hverrar viku:

  • Vika 1 – 18.–21. júní* – Hugvit og uppfinningar
  • Vika 2 – 24.–28. júní – Nýsköpun
  • Vika 3 – 1.–5. júlí – Frumkvöðlar í verki
  • Vika 4 – 8.–12. júlí – Vísindavika
  • Vika 5 – 15.–19. júlí – Hugvit og uppfinningar
  • Vika 6 – 22.–26. júlí – Nýsköpun
  • Vika 8 – 6.–9. ágúst* – Vísindavika

* ATH! Styttri vika, 4 dagar.

Aðstaða og búnaður:
Námskeiðin fara fram í Menntasetrinu við lækinn (Gamli Lækjarskóli) Hafnarfirði, sjá kort. Börnin hafa með sér nesti sem er borðað á staðnum.

Leiðbeinendur:
Yfirumsjónarmaður námskeiðanna er Þórdís Sævarsdóttir. Þórdís er grunnskólakennari að mennt frá 2002 og hefur starfað í grunnskóla síðan. Hún hefur lagt áherslu á skólaþróun og skapandi kennsluhætti. Þórdís hefur tekið að sér verkefnastjórn í ýmsum verkefnum er varða skólaþróun, skapandi kennsluhætti, samstarf og listir, bæði hérlendis og í norrænu samstarfi. Þórdís hefur lokið MA gráðu í stjórnun á sviði menntunar og lista frá 2016.

Leiðbeinendur námskeiðanna koma úr hópi mentora Uppfinningaskólans og eru þeir langflestir kennaramenntaðir og allir með reynslu af kennslu í nýsköpun með börnum. Einnig verða aðstoðarmenn til taks.

Skráning:
Skráning fer fram rafrænt í forminu hér að neðan.

Við bendum á að koma vel klædd því allra veðra er von, og með gott nesti.

Þátttakandi

Nafn

Kennitala

Námskeið
18.–21. júní* 9-12, 13.400 kr
18.–21. júní* 12:30-15:30, 13.400 kr
18.–21. júní* 9-15:30, 19.900 kr
24.–28. júní 9-12, 16.900 kr
24.–28. júní 12:30-15:30, 16.900 kr
24.–28. júní 9-15:30, 25.900 kr
1.–5. júlí 9-12, 16.900 kr
1.–5. júlí 12:30-15:30, 16.900 kr
1.–5. júlí 9-15:30, 25.900 kr
8.–12. júlí 9-12, 16.900 kr
8.–12. júlí 12:30-15:30, 16.900 kr
8.–12. júlí 9-15:30, 25.900 kr
15.–19. júlí 9-12, 16.900 kr
15.–19. júlí 12:30-15:30, 16.900 kr
15.–19. júlí 9-15:30, 25.900 kr
22.–26. júlí 9-12, 16.900 kr
22.–26. júlí 12:30-15:30, 16.900 kr
22.–26. júlí 9-15:30, 25.900 kr
6.–9. ágúst* 9-12, 13.400 kr
6.–9. ágúst* 12:30-15:30, 13.400 kr
6.–9. ágúst* 9-15:30, 19.900 kr

* Ath. styttri vika, 4 dagar

Forráðamaður / greiðandi

Nafn

Kennitala

Netfang

Netfang staðfest

Heimili

Póstnúmer

Staður

Land

Sími

Greiðslumáti
Greiðslukort (VISA eða Mastercard)Greiðsluseðill

Aðrar upplýsingar

Skilmálar
Ég samþykki skilmála INNOENT á Íslandi

Ég vil vera á póstlista Uppfinningaskólans þar sem sendar eru út tilkynningar um námskeið og viðburði á vegum INNOENT á Íslandi.

Vinsamlega gangtu úr skugga um að rétt vika sé valin áður en skráning er send.
Ef ekki er hægt að velja viðkomandi viku þá er námskeiðið fullbókað.