Símahátalari

Þessi hátalari þarf ekki rafmang! Hann hönnuðu 11 ára drengir í Barnaskóla Hjallastefnunar á INNOENT námskeiði veturinn 2014–2015. Hátalarinn var til sölu á markaði sem ungu frumkvöðlarnir héldu í júní. Hópurinn gaf allan ágóða af markaðinum til hjálparstarfs UNICEF og náðu þannig að kaupa 4800 skammta af bóluefni fyrir þurfandi börn.

Hér má sjá nokkrar myndir frá markaðnum.

 

Til baka