Skilmálar

INNOENT á Íslandi (RG menntaráðgjöf slf), skilmálar

Með því að haka við „Ég samþykki skilmála INNOENT á Íslandi“ samþykkir þú eftirfarandi:

Almennt
INNOENT á Íslandi áskilur sér rétt til að hætta við bókanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á þjónustu fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Afhending þjónustu
INNOENT á Íslandi áskilur sér rétt til að hætta við eða fresta námskeiðum ef ekki fæst lágmarks þátttaka. Námskeiðsgjald námskeiða sem kunna að verða felld niður verður endurgreitt að fullu. INNOENT á Íslandi ber enga ábyrgð á tjóni eða óþægindum sem slíkar breytingar hafa í för með sér.

Afskráning og endurgreiðsla
Hægt er að afskrá þátttöku á námskeiði gegn fullri endurgreiðslu allt að þremur sólarhringum fyrir upphaf námskeiðs. Afskráningar skulu gerðar skriflega á netfangið innoent@innoent.is.
INNOENT á Íslandi áskilur sér rétt til að gjaldfæra námskeiðsgjald að fullu fyrir þáttakendur sem hætta við þátttöku eftir þann tíma. Ekki er hægt að fara fram á endurgreiðslu námskeiðsgjalda, hvorki að hluta né í heild, fyrir þátttakendur sem hætta eftir að námskeið hefst.

Verð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

Greiðsludreifing
Í boði er að dreifa greiðslum í jafnar greiðslur á fjóra mánuði án auka kostnaðar. Ef greitt er með greiðslukorti er þá gjaldfærð fyrsta greiðsla við skráningu og svo sama mánaðardag næstu 3 mánuði eftir það.

Skattar og gjöld
Námskeiðshald er undanþegið VSK og öll verð á vefnum eru án VSK.
Fyrir greiðslur með greiðsluseðlum leggst tilkynningargjald við upphæð greiðslu.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Fyrirspurnir og nánari upplýsingar
Hafir þú einhverjar frekari spurningar getur þú haft samband við okkur:

INNOENT á Íslandi
RG menntaráðgjöf slf (kt. 530514-0210)
Drangahrauni 4
220 Hafnarfirði
innoent@innoent.is
661-8448