Uppbygging stunda

1. tími


Viðfangefni Hvað? Af hverju?
ÉG hugvitsmaðurinn Farið er í stutta leiki og verkefni sem snúast um hvernig ég er hugvitsmaður.

Tíminn fer aðallega í að kynnast hvert öðru og nokkrum nýjum orðum, þörf – lausn – afurð/hlutur, hugvitsmaður og uppfinningar.

Skilningur á því hvað er verið að tala um er grunnurinn að því að geta tekið þátt í athöfnum.

Tökum fyrstur skrefin í að beina athyglinni út á við og skoðum nærumhverfið með opnum augum til að halda huganum opnum.

 

2. tími


Viðfangefni Hvað? Af hverju?
Eigin hugmyndir og hugmyndir annarra Tungumál hugvitsfólksins er til umfjöllunar hér, við leikum okkur að því að fylla krukkur af þörfum og vinnum svo með eigin hugmyndir í hugvitsbókina okkar og svo í leir. Hugmyndir að nýjum afurðum og hlutum koma á ótrúlegustu tímum svo að við þurfum að læra að grípa þær þegar þær koma í heimsókn.

Þarfir eru oft lykillinn að sköpunargáfunni, ef við náum að sjá þær fer hugurinn ósjálfrátt að vinna að lausnum.

 

3. tími


Viðfangefni Hvað? Af hverju?
Þarfaleit Gönguferðin er aðal málið í þessum tíma og þar eiga alir að taka hugmyndir og jafnvel ljósmyndir til að skrá þarfir og vandamál í umhverfinu. Lausnaspjaldið er ein leið til að halda utan um ferilinn frá þörf yfir í lausn og afurð. Opin augu og opin huga þarf að þjálfa með því að nota þau til að skoða og greina umhverfið okkar. Næsta skref er svo að styrkja hugvit okkar með því að tengja hjarta, huga og hönd.

 

4. tími


Viðfangefni Hvað? Af hverju?
Skrýtið og skemmtilegt útlit Það er margt sérkennilegt sem til er í veröldinni. Bara með því að skoða lausnir á einni þörf, þörfinni að sitja, getum við fundið fjöldann allan af afurðum sem leysa eiga þessa þörf. En af hverju eru svona margar gerðir til? Hugvit er ekki bara tengt uppfinningum, það býr einnig í mismunandi afurðum unnum af hönnuðum. Hugvit fellst í því að hagnýta það sem hver og einn hefur fram að færa á nýstárlegan og skapandi hátt.

 

5. tími


Viðfangefni Hvað? Af hverju?
Mitt hugvit Þarfir sem unnið er með framkalla margar lausnir. Lausnirnar þarf að skrá og vinna með frekar þær. Lausnir eru fyrst og fremst tengdar einstaklingnum sem finnur lausnina. Skráning lausnanna í hugmyndabækur og öll frekari útlistun á lausninni þroskar hana áfram.

 

6. tími


Viðfangefni Hvað? Af hverju?
Sérkennilegt fólk Lausnirnar okkar eru mjög bundnar við okkar skilning á þörfinni svo að nú vinnum við með aðstæður annarra frekar og skoðum hvort við getum bætt aðstæður annarra með okkar hugviti. Yfirfærsla á hugmyndum frá einstaklingi fyrir á hóp er stundum erfið, sérstaklega þegar maður á erfitt með að setja sig í spor annarra.

 

7. tími


Viðfangefni Hvað? Af hverju?
Bakhögun Lausnir hafa margar tæknilega eiginleika. En hvernig virka hlutir? Tæknilæsi er viðfangsefni tímans. Læsi á manngert umhverfi er grunnurinn að því að geta breytt því og bætt.

 

8. tími


Viðfangefni Hvað? Af hverju?
Segjum frá Þegar hugmynd er orðin að afurð, líkani eða teikningu þá getum við farið að ræða um hana við aðra. Þetta getur verið erfitt til að byrja með en með æfingunni verður þetta auðveldara. Hugmyndir og afurðir sem eiga heima í okkar eigin huga eru verðmætar, en þær sem við getum nýtt með restinni af heiminum eru jafnvel verðmætari.

 

9. tími


Viðfangefni Hvað? Af hverju?
Hugverkin mín Heimsókn frá hugvitsmanni eða konu sem segir okkur frá sinni vegferð. Síðan skoðum við hvað við gætum gert í framtíðinni. Hugverk eru verðmæti sem allir geta skapað og það er okkar eigin ákvörðun hvað við viljum gera við okkar afurðir.

 

10. tími


Viðfangefni Hvað? Af hverju?
Framleiðsla Skoðum hvernig hlutir verða til. Vörur sem komnar eru á markað hafa margar hliðar og stig í framleiðslunni.

 

11. tími


Viðfangefni Hvað? Af hverju?
Veggspjöld Skoðum hvernig hlutir verða til. Vörur sem komnar eru á markað hafa margar hliðar og stig í framleiðslunni.

 

12. tími


Viðfangefni Hvað? Af hverju?
Undirbúningur kynningar Undirbúum hvernig við viljum kynna hugvitið okkar fyrir fjölskyldunni okkar og öðrum sem hafa áhuga. Skipulag og verkaskipting. Við getum öll verið stolt af hugmyndum okkar og hugviti og viljum deila því með okkar nánustu.

 

Námskeiðinu lýkur með kynningu fyrir foreldar og aðra áhugasama.
Framkvæmd og tímasetning verður kynnt síðar.

Hver stund er skipulögð með sama hætti: móttaka, fræðsla, verkefni, úrvinnsla og kveðjustund. Tveir starfsmenn erum með hverjum hópi.

(Birt með fyrirvara um breytingar)

 

Skráningarsíða